Re: Re:Slys í Heljaregg

Home Forums Umræður Klettaklifur Slys í Heljaregg Re: Re:Slys í Heljaregg

#55434
1908803629
Participant

Takk fyrir góða samantekt Freysi, þetta er nokkuð góð lýsing á því sem gerðist.

Annars vorum við að byrja á þriðju leiðslu, búnir með rúma 100 metra, vorum með meginakkeri í hálfgerðum söðul, á milli tveggja “tinda” þar sem við náðum að setja upp “bomber” tryggingu. Örn var nýlagður af stað, ~5 metrar, þegar hann féll.

Tek undir áminningur um útbúnað og kunnáttu, það er eitt að kunna að klífa og tryggja sig vel upp leiðina en annað mál að bregðast við óhöppum eins og þessum. Í okkar tilfelli gekk sem betur fer allt upp.

Ég vil samt leggja áherslu á að það var ekkert gáleysi á ferð og mjög varlega farið enda varasamur klettur. Það kom aftur á móti á óvart hversu laust var í klettinum og smá Hraundrangastemning í honum – bara ekki jafn augljóst fyrir en steinninn fór úr, sem gerðist ansi oft og stærsti steinninn (hlunkurinn) fór þegar Örn féll.

En þetta fór eins vel og mögulegt var miðað við aðstæður, Örn er þrælbrattur og með alla útlimi heila fyrir utan brotinn þumalfingur, vankað höfuð og bólgið andlit. Þá var frábærlega vel staðið að björgunaraðgerðum. Skyldi einhver G-I Joe’inn úr þyrlunni lesa þetta þá skila ég okkar bestu þökkum.