Re: Re:Sjóður vegna viðhalds á Bratta í Botnssúlum

Home Forums Umræður Almennt Sjóður vegna viðhalds á Bratta í Botnssúlum Re: Re:Sjóður vegna viðhalds á Bratta í Botnssúlum

#55241

Það verður án efa flott að sjá sýninguna hans Jökuls og allur ágóði af sölu aðgangseyris rennur í viðgerð á Bratta. Það er brýnt verkefni og því er vert að hvetja alla til að kíkja og láta skitinn 500 kall af hendi rakna. Ekki mikið fyrir góða skemmtun og gott málefni. Þetta er þægileg og sársaukalaus leið fyrir almennan félagsmann til að leggja aðeins extra til þessa verkefnis.

Held það sé öllum ljóst hvað það er mikil snilld að hafa Tindfjallaskálann núna uppgerðan og fínan. Þegar hafa fjölmargir nýtt sér hann í vetur og hann mun um ókomna framtíð vera mikilvægur í starfsemi ÍSALP enda á frábærum stað.

Sjáumst annakvöld.