Re: Re:retarnir á Vatnajökli

Home Forums Umræður Almennt Bretarnir á Vatnajökli Re: Re:retarnir á Vatnajökli

#57482
oskarara
Member

Sá vangavelturnar hérna, var í 3ja manna sleðateymi sem fór á eftir strákunum í fyrradag. Þetta eru þaulvanir gaurar en slyddan bar þá ofurliði.
Þeir höfðu verið á ferðalagi í 9 daga, þar af á jökli í fimm að mig minnir, fóru frá Klaustri upp F206 og gengu þaðan að jökli.Strax á fyrsta degi rennblotnuði allt í ekta íslenskri slyddu og þá gerir Gore-tex ekki shit eins og Alex orðaði það. Svo fengu þeir með jöfnu millibili frost og svo slydduskammt og voru þeir blautir frá fyrsta degi. Nóttina áður en við náðum í þá fengu þeir storm og en súlan í tjaldinu þeirra brotnaði og þeir urðu að grafa það að hluta niður til að það fyki ekki af stað. Komandi nótt var svo útlit fyrir skítaveður og storm þannig að ákveðið var að hringja eftir hjálp. Bara flottir gaurar.
Svona er bara að leika sér úti í stóru rólunni, stundum rólar maður bara of hátt.