Re: Re:Reisugilli Tindfjallaskála

Home Forums Umræður Almennt Reisugilli Tindfjallaskála Re: Re:Reisugilli Tindfjallaskála

#54405
SkabbiSkabbi
Participant

Það var alveg ótrúlegt að sjá þanna fjölda gamalla Ísalpara og Fjallamanna sem mættu í gærkvöldi til að votta skálanum og þeim sem stóðu að þessari endurbyggingu virðingu sína. Meðalaldurinn á samkomunni hefur líklega verið nálægt sextugu. Loksins fékk maður að sjá þessa kappa í eigin persónu eftir að hafa lesið um ævintýri þeirra í gömlum ársitum.

Það er alveg á hreinu að samheldni og virðing eldri kynslóðanna fyrir skálanum og sögu hans er meiri en margur áttar sig á. Vonandi eykur þessi stórmerkilega framkvæmd áhuga nýrra kynslóða á skálanum, svæðinu og fjallamennsku yfir höfuð. Þeir sem stóðu að endurbyggingunni, skipulagningu hennar og framkvæmd eiga gríðarlegar þakkir skildar. Gutti yfirsmiður var heiðraður sérstaklega í gærkvöldi, enda hefur hann, að öðrum ólöstuðum, verið þungamiðjan í þessari framkvæmd.

Og Hardcore H þarf ekki að skammast sín lengi fyrir að hafa ekki lyft litlafingri á meðan þessari framkvæms stóð, hann getur unnið það allt upp þegar Bratti verður fluttur til byggða ;).

Allez!

Skabbi