Re: Re:Nýliði í fjallaskíðun!

Home Forums Umræður Skíði og bretti Nýliði í fjallaskíðun! Re: Re:Nýliði í fjallaskíðun!

#54312

Sæll Magnús,

ég er löt og las ekki pistilinn þinn orð fyrir orð en ég sé glitta í ‘Kung Fujas’ og segi AMEN við þeim skíðunum. Skemmtileg og ‘playful’ skíði. Ekki beint ‘fjallaskíði’ en fyrir einhvern sem vill geta verið jafnvígur bæði innan og utan skíðasvæða þá er þetta flottu kostur. Næstu skíði sem ég kaupi mér verða klárlega Kung Fujas eða Lib Tech NAS skíði.

Ef þú hefur ekki of miklar áhyggjur af þyngd og vilt solid bindingar þá mæli ég með því að þú kíkir á Marker Duke bindingarnar. Hardcore túrhestar hlægja kanski af þeim sem eru túra með Marker Duke en nema þú sért spandex klæddur ítalí í kapphlaupsgír þá ætti það ekki að koma að sök. Annars klikka Dynafit ekki. Tékkaðu t.d. á Dynafit TLT Vertical Race Ti. Annars er aðallega bara að þetta sé ei-ð sem þú getir skítamixað útí óbyggðum þegar (ekki ef) ei-ð gefur sig. Já og svo er G3 víst að senda frá sér einhverja ofurbindingu sem er eflaust svipuð Marker Duke að eiginleikum. Onyx minnir mig að hún heitir.

Ég á Scarpa skó og er mjög ánægð með þá. Garmont þykja líka ágætir. Þekki ekki til BD skónna en það er oft ekki verra en að bíða þangað til ‘nýjar vörur’ hafa verið einhvern tíma á markaðnum og búið er að losa þær við aukadrasl og hönnunargalla.

Það er rétt, svo þarftu klifurskinn undir skíðin. Þú þarf einnig að eiga snjóflóðaýli, skóflu og snjóflóðastöng og ekki verra að kunna að nota hlutina. Til þess að þessir hlutir gagnist þér þarftu að vera með félaga með þér sem er með sama búnað og kann að nota hann.
Stundum eru skíðin tekin undan og gengið upp til fóta. En það eru líka upphækanir á bindingunum sem þú setur upp þegar þú gengur í halla og það hjálpar.

Það var stofnað hér í vetur ‘utanbrautabandalag’ sem þú ættir endilega að kynna þér. Eflaust einhverjir hérna sem geta sagt þér nákvæmlega frá því.

Það eru endalausar upplýsingar að fá varðandi fjallaskíðamennsku og margar mismunandi skoðanir.

Gangi þér vel að versla inn búnaðinn og ég vona að þú eigir ennþá fermingarpeningana þína því þetta er ansi drjúgur startpakki.

Kv. Anna