Re: Re:Mission ársins?

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Mission ársins? Re: Re:Mission ársins?

#55284
Skabbi
Participant

Mogginn segir mér að Ágúst Kristján Steinarsson ætli á 7 alpatinda á 10 dögum í sumar, þeirra á meðal Matterhorn og Eiger. Ef þetta er ekki mission sem vert er að segja frá!

Hvernig ætlið þið félagarnir að undirbúa ykkur undir þetta metnaðarfulla verkefni? Ætlið þið að fara á eigin vegum eða leigja leiðsögumenn?

Mitt eigið markmið er að vera í góðu formi þegar ég fer til Lofoten í ágúst. Boltar eru sjaldséðir á þeim slóðum þannig að maður verður líklega að hengslast upp í Stardal oftar í sumar en verið hefur undanfarin ár. Einnig að reyna við lengri leiðir á borð við Saurgat Satans Vestrahorni og Kerlingareld í Svarfaðardal.

Í Lofoten er draumurinn að klifra Vestpillaren á Presten, 436 metrar, 13 spannir, 5.10 a/b.

3660959858_e7cc06b18a.jpg

Hvers virði er markmið ef maður segir ekki frá þeim fyrirfram?

Allez!

Skabbi