Re: Re:Ísklifur um helgina í stað festivals

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifur um helgina í stað festivals Re: Re:Ísklifur um helgina í stað festivals

#55212
Freyr Ingi
Participant

Aha Kistufellið er prýðis vettvangur fyrir þá sem vilja komast í alpafíling, mjög gott!

Við fjórmenntum í Haukadal að kveldi fimmtudags og gistum í bændagistingunni að Stóra Vatnshorni.
Morguninn eftir var dimmur, él og vindur. Skoðun úr bíl leiddi í ljós að ís var helst til fátæklegur svona almennt séð. Fundum okkur þó viðfangsefni í skálinni beint fyrir ofan bæinn Hamra. (Man ekki nafnið á skálinni)

Næst var stefnan tekin á norðurlandið eða nánar tiltekið á Kinnina.
Töluverður nýr snjór var á svæðinu sem hafði áhrif á aðkomu og leiðarval. Að vísu má segja að ísmagn hafi líka haft töluvert um leiðarval að segja en flestar leiðirnar hanga uppi, eru bara í “krefjandi” aðstæðum um þessar mundir.

Gaman að þessu.

Freyr