Re: Re:Aðstæður

Home Forums Umræður Almennt Aðstæður Re: Re:Aðstæður

#55132
2607683019
Member

Ég er búinn að vera að klifra í þessum fína ís á Kvískerjum í Öræfum í dag, laugardag. Fór með tvo hollenska kúnna í leið sem heitir Kerling 10 mínútu labb frá bæjarhlaðinu á Kvískerjum, og svo frumfórum við 5 spanna leið skammt vestan við bæinn, innan við 10 mínútna ganga aftur. (Mest mjög auðvelt, en 2 12 metra lóðréttir kaflar.
Það er hins vegar mjög lítill ís kominn í þekktar leiðir í Öræfum. Ég sá í fyrradag að það var hægt að klifra nokkrar stuttar leiðir við Skaftafellsjökulsporðinn í Skaftafelli. (Gengið 200 metra inn með sporðinum fyrst.
Stefni jafnvel í Breiðdalinn með kúnnana mína eftir helgi, læt vita….
Einar Öræfingur.