Re: Re: Vorskíðun

Home Forums Umræður Skíði og bretti Vorskíðun Re: Re: Vorskíðun

#57646
Karl
Participant

Fór á Herðubreið í síðustu viku. Þar var glænýr vindbarinn snjór ofan á hjarni. Ekkert vor á ferðinni þar. Gamla hjarnið var með örþunnu ísskæni nokkrum cm yfir yfirborði hjarnsins. Þessi tenging brotnaði auðveldlega þegar skíðað var upp nýja snjóinn. Þessu fylgdu verulega óþægileg hljóð en líklega var yfirborð hjarnsins undir ísnum það óslétt að snjórinn fór ekki af stað. Í fyrra féll geysistórt flóð efst úr fjallinu og langt útá hraun og var þar á ferð sambærilegur nýr vorsnjór ofan á eldra hjarni. Ég lagði því ekki í að fara upp gilið og snéri við undir klettunum.

Frá uppgöngunni og austur fyrir Töglin eru fjölmargar veruleg feitar 4-6°ísleiðir í klettabeltinu. Ísinn myndast líklega við sólbráð ofan á klettunum síðla vetrar. Þeir sem vilja alvöru barning á vorin eiga þarna góða möguleika á brölti.

Akstursbann er á veginum frá þjóðvegi þó svo að aldrei sé aurbleyta á veginum þar sem hann liggur um frostfrítt efni, þvegna möl jökulsárhlaupa, hraun, foksand og vikra. Bannið á þann rétt á sér að hætta er á að e-h fari að krækja útfyrir skafla og tjarnir og valda spjöllum. Ef menn hinsvegar aka rakleitt yfir skaflana á veginum og ösla tjarninrnar þá skemma menn ekkert með umferð á þessum árstíma.
Frá Töglum er hreinrækt vetrarfæri.
Varð nokkuð undrandi þegar ég var á skíðum inn við við Bræðrafell þegar löggan á Húsavík hringdi og spurði “hvort ég hefði ekið um Herðubreiðarlindir deginum áður, -án undanþágu frá Vegagerðinni”! -Akandi Ferðafélagsmenn í Herðubreiðarlindum höfðu hringt inn lýsingu á bílnum eða bílnúmer.
Fannst þetta frekar lúalegt, sérstaklega í ljósi þess að ég ók yfir allar tjarnir á veginum, gat ekið þrælbrattann hliðarhalla á snjó ofan vatnsborðs og komst algerlega hjá því að aka utanvegar, á meðan ferðafégsmenn kræktu frjálslega fyrir tjarnir.
Mismunandi leiðarval ræðst líklega af því að ég var á óupphækkaðri torfærubifreið en þeir óku upphækkuðum vörubílum sem henta best til flatlendisnota.