Re: Re: Verndaraaetlun Umhverfisradherra

Home Forums Umræður Almennt Verndaraaetlun Umhverfisradherra Re: Re: Verndaraaetlun Umhverfisradherra

#56449
Karl
Participant

Til að stöðva misskilning Árna um hugmyndir mínar um vegabætur á norðurhálendinu, þá er ég ekki að leggja til uppbyggðan veg.
Þessar leiðir eru nær alfarið á ármöl, söndum eða hrauni. Leiðunum er haldið lokuðum í mai og júni, vegna þess að á örfáum stöðum er slóðin á kafi í vatni eða krapa. Þetta eru sömu staðirnir ár eftir ár.
Það þarf ekki nema minniháttar lagfæringar til að hægt sé að aka þetta á vorin án þess að valda nokkrum skaða.
Það þarf að breyta ökuleiðinni að Herðubreið á 200 metra löngum kafla til að gera hana færa á þeim tima sem best er að skíða fjallið.