Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

Home Forums Umræður Skíði og bretti Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland? Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

#57847
Ingimundur
Participant

Þakka þetta Kristinn.

Dró fram gömlu Fisher skíðin mín sjálflýsandi appelsínugulu í fyrra ásamt Peter Habeler merktum Tyrolía bindingum og Dynafit 1. generation skóm, þetta hékk allt saman þrátt fyrir aldurinn og var ég satt að segja hissa hversu gott var að keyra á þessu.

Sökum slíkrar nægjusemi þá hef ég ekki af því áhyggjur að ný skíði verði mér ekki til ánægju og fer nú út í þetta óhræddur :)

Hilmar benti á http://www.quiverkiller.com/ , ég held að þetta sé góð lausn, geri manni kleift að henda telemarkbindingum á skíðin 1-2 á ári til að taka þátt í Telemarkfestivalinu…

Ingimundur