Re: Re: Professionals at work

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Professionals at work Re: Re: Professionals at work

#57350
Sissi
Moderator

Kalli, í þessu tilfelli eru yfirgnæfandi líkur á því að fall (factor 2) hefði leitt krafts á eina skrúfu (að mér sýnist) sem er mjög ólíklegt að hún hefði haldið, þ.e. þegar þeir lenda báðir á henni í einu, annar kominn 10m ofan í svelginn. Þeir hefðu endað báðir í hrúgu þarna niðri og við hefðum þurft að sækja þá og það er ekki gaman.

Þetta er svo arfa-vitlaust að meira að segja non-klifrarar sjá það.

Svo í þessu tilfelli á pólitískur rétttrúnaður rétt á sér. Bendi á það máli mínu til stuðnings að Ívar er orðlaus, hvenær hefur það gerst?

Uppbyggileg gagnrýni: betra hefði verið að sleppa þessu og ef menn vilja endilega hoppa í ísvegg að gera það ekki yfir svelg?