Re: Re: Laus steinn í Eilífi

Home Forums Umræður Klettaklifur Laus steinn í Eilífi Re: Re: Laus steinn í Eilífi

#56823

Í nælonblíðu í Valshamri í gærkvöldi voru 5 bílar og einn af þeim fyrir utan bílastæðið. Held að það megi alveg stækka það ef allir eru sáttir. Sá bóndann taka eina umferð á gröfunni og slétta slóðann í gær. Hann á skilið hrós og klapp á bakið. Mér finnst að stjórn Ísalp ætti að koma á framfæri þökkum til hans, ef það er ekki þegar búið. Varðandi lausar flögur og grjót þá er vissulega eitthvað af því í hamrinum. Ég skil vel þá afstöðu að vera ekki að breyta leiðum sem fólk hefur klifrað frá blautu barnsbeini. En væntanlega eru allir sammála um að setja öryggi ofar öllu. Er ekki bara mál að láta nokkra reynslubolta kíkja á þetta og taka ákvörðun. Svo ætla ég að reyna að muna eftir skiptilykli til að hækka skiltið okkar aðeins á staurnum við afleggjarann í næstu ferð. Skora á einhvern að verða fyrri til.

PS. frú María Eilífsdóttir var ansi spök þrátt fyrir klifurtraffík og talsvert tíst barst úr sprungunni.