Re: Re: Klúbburinn

Home Forums Umræður Almennt Klúbburinn Re: Re: Klúbburinn

#56970
Sissi
Moderator

1) Stjórn og klúbbfélagar þurfa að nota þetta tæki. Setja inn smá tilkynningu um hvað er gert. Stjórn getur sýnt gott fordæmi hér með því að vera virk í tilkynningum, setja inn dagskrá með góðum fyrirvara etc.

2) Þessi vefur er varanlegur, upplýsingar á facebook eru það ekki. Menn og konur ættu að reyna að setja inn lýsingar á ferðum/aðstæðum/fróðleik etc. hér á síðuna því að hér er hægt að leita og við höfum control yfir því að þessar upplýsingar tapist ekki. Þær er síðan hægt að nota í framtíðinni, til að fletta upp og sem heimildir í ársrit.

3) Leiðarlýsingar – það eru 10+ ár af skráningu leiðarlýsinga í grunnum ísalp. Sumar þeirra eru merkilegar sögulegar heimildir, skrifaðar af frumförum rétt eftir frumferð, með myndum eftir þá. Mér finnst skandall að þetta sé ekki aðgengilegt og algjört forgangsmál að koma upp skráningu leiða hérna á vefinn aftur. Þetta ætti að vera einn aðal tilgangurinn með því að halda vefnum úti. Stjórn ætti að leggja mikla áherslu á að koma þessu upp aftur hér á ísalp vefnum með öllum gömlum skráningum aðgengilegum.

4) Ekki vitlaust að nýta sér nýjustu tækni. Það er til eitthvað extension í joomla skilst mér til að gera facebook share, ætti ekki að vera flókið.

Að öðru leyti má vísa til umræðunnar sem Björk vísar á.

Síðan þarf klúbburinn náttúrulega bara að vera lifandi. Myndasýningar, klúbbkvöld, gera BÍS hátt undir höfði, jólahlaðborð, fleiri ferðir, plögga skálunum okkar, undirbúningskvöld fyrir ísklifrið þar sem brýningar og fleira er kennt af fagmönnum etc. Margt hægt að gera.

Góðar stundir,
Sissi