Re: Re: Klifur-landakort

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Klifur-landakort Re: Re: Klifur-landakort

#55993
Arnar Jónsson
Participant

Ég er alveg sammála að flottast væri að setja þetta allt undir einn hatt einn góðan veðurdaginn og mun það sennilega vera gert. En mikil vinna er eftir til að þetta verði vel nothæft en það er allt að koma. Munum fljótlega svo opna fyrir skráningar á leiðum til að fara að fylla í gagnagrunninn sem er alveg að detta í að vera tilbúinn og væri frábært að fróðir menn sem hefðu áhuga gætu tekið þátt í að setja niður visku sína í gagnagruninn og munum við auglýsa það þegar við opnum skráningu.

Svo er það eitt að þarna verður líka allt á ensku líka, svo að vinir okkar a utan hafi eitthvern stað og séns til að sjá eitthvað um klifur hér á landi :)

En verkefnið hefur mikla möguleika og væri frábært að klifursamfélagið hefi góðan gagnagrunn yfir allar klifurleiðir landsins sem er auðvelt að nálgast.

Gleðileg klifur jól ;)

Arnar