Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísaðstæður 2012-2013 › Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

Af myndunum sem Sissi póstaði fyrir skemmstu að dæma var Múlafjall allt að komast í stand. Ég, Viðar og Ívar fórum í gær (23.10) til að skoða þetta í návígi.
Það var í sjálfu sér nóg af ís, en það er jú betra að hann sé fastur við klettinn. Það var hann ekki. Þetta var allt á leiðinni niður enda hitinn yfir frostmarki. Við fórum upp litlu höftin í Stíganda og þá strax varð ljóst að þetta hékk uppi á lyginni.
Við fyrsta tryggingarhaftið stóðum við og góndum upp á fljótandi ísinn þegar stór hluti þess hrundi og sannfærði okkur endanlega um að þetta væri nóbreiner.
Til að gera þetta að góðum degi á fjöllum héldum við inn í Leikfangaland og mixuðum aðeins. Það var gaman. Auk þess að taka slatta af myndum þá splæsti ég í eitt vídjó líka. Þar sést Viðar taka sitt rönn.
Læt hér líka fylgja eina pano-mynd sem dekkar stærsta hlutann af Múlafjalli.
[attachment=471]Mulafjall_pano.jpg[/attachment]