Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2012-2013 Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

#57951

Við Védís fórum í Villingadal á laugardag. Þar er góður ís og nóg af honum.
Um morguninn hittum við landeiganda sem var að fylgjast með rjúpnaskyttum. Við lofuðum að fara varlega og kvöddum hann.
Nema hvað að þegar að við vorum að labba til baka í lok dags (um 17:30) fæ ég hringingu frá lögreglunni í Borgarnesi sem spurði hvort að ekki væri allt í lagið hjá okkur. Þá var landeigandinn farinn að hafa áhyggjur þar sem hann sá ekki til okkar og stutt var í myrkur.
Auðvitað var allt í lagi og við þökkuðum bara fyrir eftirfylgnina. Segiði svo að ekki sé vel fylgst með manni!