Re: Re: Ísaðstæður

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður Re: Re: Ísaðstæður

#58073
Sissi
Moderator

Gleðileg jól.

Undirritaður fór ásamt Skarphéðni og Björgvini í Flugugil í Brynjudal, menn vildu fá smá tilbreytingu frá Múlafjalli. Það er fremur þunnt og blautt um að litast neðarlega í gilinu en aðkomuhöftin að Óríon voru fær.

Óríon sjálfur var nokkuð hress, testofan flott þó að sumir hafi pissað á teppið, ekki mikið rennsli í fossinum en svolítið fönký ís á kölum og loks snísklifur fyrir ofan bratta kaflann.

Nokkrar myndir: https://picasaweb.google.com/104240981616495770314/OrionIBrynjudalAAnnanIJolum

Kveðja,
SF