Re: Re: Hvað er versta klifurráð sem þið hafið fengið?

Home Forums Umræður Klettaklifur Hvað er versta klifurráð sem þið hafið fengið? Re: Re: Hvað er versta klifurráð sem þið hafið fengið?

#56778
AB
Participant

Versta ráð sem ég hef fengið: „Kauptu alltaf minnstu klifurtúttur sem þú getur mögulega troðið þér ofan í. Það er nauðsynlegt svo þú getir notað allra minnstu fótstigin.“

Ég tók þessu sem heilögum sannleik. Ég man eftir að hafa setið fyrir framan sjónvarpið, vælandi, í örvæntingarfullri tilraun til að víkka út Boreal nr 37,5. Þá blóðgaði ég mig nánast í ónefndri útivistarverslun þegar ég reyndi að komast í túttur nr 37 — það hefði verið mikil sigur hefði það tekist. Ég nota venjulega skó nr 42.

Ég gleymdi að taka með í reikninginn að engar klifurleiðir sem ég myndi nokkurn tíma klifra væru með svo agnarsmá fótstig að þessar fótapyndingar myndu gera gæfumuninn.

AB