Re: Re: Hraundrangi -uppáferðasaga

Home Forums Umræður Almennt Hraundrangi -uppáferðasaga Re: Re: Hraundrangi -uppáferðasaga

#57870
Karl
Participant

Hver er með slitrurnar af gestabókinni sem sett var upp 1993?
Bjarni er í þessari heimildarvinnu af fullum þunga og ég vil biðja menn að senda línu hingað eða beint til hans.

Hér er listinn sem Bjarni var búinn að ná saman, -megnið af þessu eru ferðir fyrir 1993:

1956 5. ágúst Nicholas Clinch, Finnur Eyjólfsson og Sigurður Waage (Hörður og Hallgrímur 1994, NN 1956, NNm 1956, Nna 1956)

1977 31. júlí Pétur Ásbjörnsson, Helgi Benediktsson úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Sigurður Baldursson úr Hjálparsveitinni á Akureyri (AHO 1977, Hreinn og Olgeir).

1980 15. ágúst Hreinn Magnússon, Olgeir Sigmarsson og norðanmaðurinn Sigurður Á. Sigurðsson (Hreinn og Olgeir).

1981 x.x Birgir Jóhannesson, Ævar Aðalsteinsson, Örvar Aðalsteinsson og Birkir Einarssson, Broddi Magnússon og Páll Sveinsson (Var þetta ein ferð?)

1982 20. mars 1982 Broddi Magnússon og Páll Sveinsson úr Hjálparsveit skáta á Akureyri (NN).

1983 x.x Óskar Þorbergsson (var hann einn?)

1984 x.x Hreinn Magnússon, Olgeir Sigmarsson, Jón Geirsson og Þorsteinn Guðjónsson (Var þetta ein ferð?)

1985 6. ágúst 1985 Gunnlaugur Sigurðssyni og Vilhelm Hallgrímsson félagar í björgunarsveit SVFÍ á Dalvík (Fréttaritarar 1985)

1986 x.x Kristinn Rúnarsson og Snævarr Guðmundsson

1989 x.x Jóhann Kjartansson og Tómas Júlíusson (bjb 1990).

1990 x.x Arnar Eðvarðsson, Jóhann Kjartansson, Tómas Júlíusson og Jónína Guðjónsdóttir (bjb 1990).

1990 (ágúst) Kári Magnússon og Tómas Júlíusson úr Hjálparsveit skáta á Akureyri (bjb 1990).

1991 x.x 18 manns, Jóhann Kjartansson, Tómas Júlíusson, Kári Magnússon, Skúli Jóhannesson, Inga D. Karlsdóttir, Árni Tryggvason, Þorvaldur Þórsson, Geir Gunnarsson, Karl Ingólfsson, (Þetta eru ekki 18 manns)

1991 x.x Jóhann Kjartansson og Karl Ingólfsson

1992 x.x Inga D. Karlsdóttir, Hallgrímur Magnússon, Guðmundur H. Christiansen, Valdimar Harðarson, Kristjá Maack, Bj0rgvin Richardsson

1993 x.x 10 manns Tómas Júlíusson, Karl Ingólfsson, Hallgrímur Magnússon, Hlynur Pálsson og Jökull Bergmann.

2000 24. apríl átta manns úr Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri (Sigurbjörn).

??? Hraudrangaferð Ísalp ?( Óli Óla, Bassi, Gulli Búi, Sigurbjörn Jón Gunnarsson, Andri, Stefán, Helga, Kristín, Anton) (Sigurbjörn).

2003 16. ágúst Haraldur Örn Ólafsson og Örlygur Steinn Sigurjónsson klifu Hraundranga 16 ágúst 2003 (orsi2003).

2007 15. mars 2007 Bandaríkjamaðurinn Steve House ásamt þremur félögum úr Íslenska alpaklúbbnum, Frey Inga Björnsson, Jóni H(r)eiðari Andréssyni og Jökli Bergmann. (NN2007, Örlygur 2007).

2008 3. ágúst 12 manns undir forystu Þorvaldar Þórssonar, þeirra á meðal Ragnar Sverrisson, Jón Gunnar Þorsteinsson og Magnús Ingi Óskarsson (Hjálmar).
2012 31. júlí Bjarni E. Guðleifsson, Halldór Halldórsson og Jón Gauti Jónsson

Nokkrar allnákvæmr lýsingar eru til um klifur á Hraundranga (Hreinn og Olgeir, Ágúst).

Heimildir:
Hreinn Magnússon og Olgeir Sigmarsson, 1981. Leiðarvísir Ísalp nr. 13. Hraundrangi. Íslenski Alpaklúbburinn nr. 19, mars 1982? bls?

Ari T. Guðmundsson, 1982. Fyrsta atlaga að Hraundranga. Íslenski Alpaklúbburinn nr. 23. Mars 1982. bls. 15.

NN 1982. Fyrsta vetrarferð á Hraundranga! Íslenski Alpaklúbburinn nr. 23. Mars 1982. bls. 15.

Hörður Magnússon og Hallgrímur Magnússon, 1994. “You do know how to get down, don´t you?”. Viðtal við Sigurð Waage og Finn Eyjólfsson. Ísalp Ársrit 1994 bls 32-35.

Sigurbjörn Jón Gunnarsson 2001. Hraundrangaferð ÍSALP 2001. Ísalp Ársrit 16. tölublað 2001-2002. bls. 35-36.

Ágúst Kristján Steinarsson, 2008-2009? Hraundrangi leiðarvísir. Ísalp. Ársrit Íslenska Alpaklúbbsins 2008-2009. bls. ??

Hjálmar Stefán Brynjólfsson, 2008. Hópferð á Hraundranga. Morgunblaðið 213, fimmtudaginn 7. ágúst bls. 9.

NN 2007. Hraundrangi. Ísalp Ársrit íslenska alpaklúbbsins 2007. bls 72.

Nicholas Clinch xxxx. A walk in the sky

NN, 1956. Þrír fjallgöngugarpar sigra erfiðasta fjallstind landsins. Drangurinn yfir Hrauni í Öxnadal klifinn um helgina. Morgunblaðið 8. ágúst 1956 bls 6.

Orri Páll Ormarsson, 2012. Hraundrangi klifinn. Á þessum degi 5. ágúst 1956. Morgunblaðið 5. ágúst 2012. bls. 30.

NN 1956. Hraundrangi klifinn í fyrsta sinn. Alþýðumaðurinn 26. árgangur 14. ágúst 1956 bls 1.

AHO 1977. Hraundrangi í Öxnadal klifinn í þriðja sinn í sögunni: “Komust varla fyrir uppi á tindinum”. Vísir 3. ágúst 1977 bls. 3.

Fréttaritarar 1985. Tveir ungir Dalvíkingar klífa Hraundranga. Toppurinn það laus að rugga mátti honum til. Morgunblaðið 10. febrúar 1985. bls 24B.

bjb 1990. “Sjáið þið tindinn, þarna fór ég”. Spjallað við Tómas Júlíusson og Kára Magnússon, félaga í Hjálparsveit Skáta á Akureyri, sem klifu Hraundranga í Öxnadal í sumar – Tómas í þriðja sinn en Kári í fyrsta. Dagur 18. ágúst 1990 bls. 13.

Orsi (Örlygur Steinn Sigurjónsson) 2003. Í skugga Hraundranga. Morgunblaðið 26. ágúst 2003.bls. 6.

Örlygur Steinn Sigurjónsson 2007. Ný klifurleið farin á Hraundranga. Morgunblaðið 26. mars 2007 bls. 4.