Re: Re: Hálkubroddar á fjöllum

Home Forums Umræður Almennt Hálkubroddar á fjöllum Re: Re: Hálkubroddar á fjöllum

#58092
aronreyn
Member

FÍ er ekki ferðamennskufyritæki Sissi, ekki frekar en Ísalp. Það er hinsvegar umhugsunarvert að félagasamtökin FÍ standi fyrir svona fjölmennum ferðum og geri ekki meiri kröfur um búnað en þetta. Og einnig að leiðsögumenn FÍ meti aðstæður ekki betur en svo að það verði ítrekað slys í ferðuim hjá þeim. Það kemur fram í fréttinni að tveir aðrir hafi slasast og einn þurft að dvelja á sjúkrahúsi. Einnig kemur fram í kommenta kerfinu að sami hópur hafi fyrr á árinu lent í samskonar vandræðum og að fólk hafi slasast einnig þá. Ég þekki Díönu og veit að hún byrjaði að fara á fjöll fyrir ári síðan með þessum hóp. Hún hafði aldrei stundað fjallgöngur áður. Hennar þekking er því bundin við það sem leiðsögumenn FÍ og félagar hennar í þessum hóp hafa kennt henni. Stjórn FÍ hlítur að þurfa að skoða öryggismálin betur og fara yfir þjálfun og réttindi leiðsögumanna sinna. Þeir hljóta að vera ábyrgir fyrir þessu klúðri. (Er ekki Páll Ásgeir með þennan hóp ?)