Re: Re: hættan af statiskum akkerum

Home Forums Umræður Almennt hættan af statiskum akkerum Re: Re: hættan af statiskum akkerum

#55718
2808714359
Member

Hilmar það er eitt sem þér yfirsést. 11mm Dynema slingur með overhand hnút var að slitna við rúm 10kn. en ekki 22kn. sem slingurinn er gefinn upp fyrir. Hnútur á Dynema sling veikir hann mjög mikið.

Ég geri ekki ráð fyrir að klifrari sem dettur í trygginguna skili sama krafti og lóð eins og Kalli bendir á en þetta eru hlutir sem menn verða að hugsa um. Ég hef séð (og gert sjálfur) menn binda sig í trygingu með slingum eða prússikböndum til að kíkja fram af brún og þar hefur slaki verið vel yfir meter en einungis þurfti 60cm til að slíta dynex slinginn með hnútnum í þessu myndbandi.

kv.
Jón H.