Re: Re: GPS græjur

Home Forums Umræður Almennt GPS græjur Re: Re: GPS græjur

#55628

Flott að fá þessa umræðu í gang. Maður á sér alltaf þann draum að fá sér nýtt tæki, færa sig úr fornöldinni (GPS12) og yfir í eitthvað nútímalegra með kortamöguleikum.

Maður hefur kannski aðeins verið skeptískur á þessa snertiskjái en það gætu bara verið fordómar. Ívar segir hér t.d. að þeir virki vel. Hvað segja aðrir? Eru gömlu góðu takkarnir málið þegar maður er í þykkum vettlingum og við erfiðar aðstæður?

Eitthvað sem menn mæla sérstaklega með fyrir vetrarfjallamennsku, ísbrölt og annað í kulda og vosbúð?