Re: Re: Enn ein ”fjallaskíðabindingin”

Home Forums Umræður Skíði og bretti Enn ein ”fjallaskíðabindingin” Re: Re: Enn ein ”fjallaskíðabindingin”

#55883
0703784699
Member

Veit ekki hversu mikil snilld þessi græja verður en alltaf gaman þegar menn eru að reyna að breyta “status quo-inu”.

En það sem ég hef verið að pæla lengi og ekki rekist á hingað til er hversu meingallað það er að þurfa að eiga skíðabindingar á öll skíði sem maður á. En á snjóbretti getur maður átt eina bindingu og skipt um auðveldlega á annað bretti sem hentar hverju færi f. sig. Nú er það frekar mikið í tísku að eiga feit skíði sem er gott og gilt en þau henta ekki í öll færi, því miður. Það sama á við með snjóbretti, en þar getur þú hæglega skrúfað bindinguna þína af og fært yfir á púðurbrettið þitt, freestyle eða all mountain, svo ekki sé nú minnst á split brettið.

Kannski er ég að skjóta mig í fótinn með þetta þar sem reyndir skíðaáhugamenn segja að það sé ekki hægt að skrúfa skíðabindingar á skíði einsog gert er á snjóbretti, það þarf lím og aðrar græjur svo þetta haldi almennilega. Fyrsta vandamálið er að sjálfsögðu að skíðin eru ekki með skrúfgötum einsog brettin svo að þetta gangi upp en ef snjóbrettabindingarnar halda á svona skrúfum sé ég ekki af hverju 8 skrúfur (4 framan og 4 aftaná) geta ekki haldið skíðabindingu á skíðum (þyngdin gæti aukist sem er ekki vinsælt?).

En pælið aðeins í hagræðingunni að þurfa ekki að eiga margar skíðabindingar, heldur bara eina sem þú færir svo á milli skíða. Svo getur þú átt mörg mismunandi skíði sem þú notar eftir aðstæðum og þegar þú þarft að endurnýja púðurskíðin þín að þá þarftu ekki að kaupa nýjar bindingar eða selja skíðin þín með bindingum?

Annars að þá rakst ég á þessa minningargrein um Telemark um daginn,

http://gravsports.blogspot.com/2010/11/evolution-of-skiing-tele-is-dead.html

kv.Himmi