Re: Re: Bláfjöll

Home Forums Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: Re: Bláfjöll

#57128
0801667969
Member

Miðvikudagur 7. des. 2011

Í gær gerði ágætis él í ca. 2 tíma. Þá var einnig sæmileg gjóla af austri. Girðingin upp á Fjalli safnaði því duglega í sig. Þessi litla úrkoma og smá gjóla gjörbreytir stöðunni. Almenn opnun er því ekkert útilokuð á næstunni.

Verið er að keyra lyftur á Suðursvæðinu eins og áður sagði. Brettafélagið fékk tvo tíma á dag s.l. helgi. Mér dettur í hug Utanbrautarfélagið í þessu samhengi.

Alveg hreint yndislegt að vera hér upp á Fjalli í stafa logni og tíu stiga gaddi þegar sólin er að koma upp. Suðurjöklarnir, Hekla, Vestmannaeyjar og Surtsey allt svo tært og í seilingarfjarlægð. Mikið væri gaman að vera á ferðalagi þarna einhvers staðar.

Kv. Árni Alf.