Re: Re: Bláfjöll

Home Forums Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: Re: Bláfjöll

#57630
0801667969
Member

31 mars kl: 11:00

Ekkert betra en drífa sig á skíði í svona tíð. Hér er hægviðri súld og fínasta skíðafæri. Bæði innan og utan brauta. Þó eitthvað súldi þá er það bara hressandi.

Annars hafa síðustu opnunardagar verið bara ágætir. Þoka reyndar að mestu en hvað er dýrlegra en þegar maður kemst upp úr henni í sólina eða tunglskinið og stjörnudýrðina og horfir niður á skýjateppið fyrir neðan.

Snjóleysi er ekkert vandamál hér þó það sé orðið það á flestum stöðum úti á landi.

Annars er það fréttnæmt að lokað er í Skálafelli vegna dimmrar þoku. S.l. laugardag var hins vegar opið í Skálafelli og lokað hér. Svona er þetta sitt á hvað.

Update kl: 12:00 Súldin stóð nú stutt við. Nú er farið að birta og sést orðið niður í miðbæ. Vonum að þetta haldist svona út daginn.

Kv. Árni Alf.