Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Forums Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58152
0801667969
Member

Föstudagur 1. feb. 2013 kl: 15:00

Gengur hér á með dálitlum éljum. Dálítill strekkingur að austan uppi á Fjalli. Búin að vera talsverð snjóblinda en sést til sólar þessa stundina.

Færið er fínt í brautum en utanbrautarfærið er eriðara. Vindskafið dót með alls konar ívafi. Hér var ágætis dagur í gær, bjart, hægviðri og færi í brautum fínt.

Spáin segir að það hvessi duglega með kvöldinu. Illviðri af austri í nótt og framan af degi á morgun.

Kv. Árni Alf.