Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Forums Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#57964
0801667969
Member

Laugard. 24 nóv. 2012

Í gærkveldi snjóaði og skóf duglega í hvassri austan átt um tíma. Safnaðist vel í girðingar. Í nótt gerði svo blotasnjókomu af hásuðri sem klammaðist ofan á. Í morgun kólnaði svo örlítið með vestan átt og sæmilegri úrkomu fram yfir hádegi.

Það má segja að allar brekkur á Suðursvæðinu séu komnar inn. Norðurleiðin er einnig svo gott sem dottin inn. Ekki væri verra að fá eitt gott skot í viðbót svona til að fullkomna þetta. Þá væri snjóalega séð ekkert því til fyrirstöðu að opna almenningi.

Skv. spánni þá ættu einhver skot að koma seinna í vikunni. Vonum það besta.

Í Kóngsgilinu og Suðurgili sem allajafna voru fyrstu brekkurnar til að detta inn hér áður fyrr er nánast autt. Langt er í að þær skíðaleiðir detti inn. Þar hefur heldur engin landmótun farið fram og engar snjógirðingar eru til staðar.

Án snjógirðinganna væri hvorki verið að keyra toglyftur á Suðursvæði né spá í almenningsopnun. Gott dæmi um hvað smá skammtur af “common sense” hefur breytt miklu í Bláfjöllum.

Kv. Árni Alf.