Re: Re: allir á Hnúkinn!

Home Forums Umræður Almennt allir á Hnúkinn! Re: Re: allir á Hnúkinn!

#57733
0405614209
Participant

Blessaðan daginn.

Ég er svo heppinn að ég fékk símtal frá Hnúknum þennan dag frá systur minni sem var í þessum hópi.

Ég held að atburðarrásin hafi verið eitthvað í þessa líkingu:
*Labbitúrinn upp (frá bíl og upp) tók lengri tíma heldur en ráð var fyrir gert þar sem einn af hópnum var ekki í eins fínu formi og vera ætti.
*Þau skildu pokana eftir á sama stað og hópurinn sem fór upp á undan þeim og notuðu förin eftir fyrri hópinn og hóparnir mættust
*Héldu á toppinn í förum fyrri hópsins og svo versnaði veðrið og fór að snjóa
*Á bakaleiðinni af toppnum voru öll förin horfin og þau voru að paufast þarna um í einhverja 2 eða 3 tíma að finna leiðina niður.
*ég er ekki alveg klár á því hvernig var með batterímálin á gps tækinu og hvort að menn voru með track til að fara eftir en það er svosem ekki mikil not í því að eiga punkt sem gæti verið hinum megin við hamarinn.
*Það var heldur gloppótt gsm sambandið og eini punkturinn sem ég heyrði var minnir mig 64.00.910. Ég bjallaði í Einar í Hofsnesi og við vorum á því að þetta væri líklega við uppgönguleiðina norðanmegin þó svo að helminginn vantaði á hnitið.
*Okkur leist best á að stinga uppá því við þau (ef gps tækið (best að vera með amk 2) væri kaput að koma sér niður, finna hamarinn, hlunkast ca 250 metra út með brekkuna á hægri hönd og taka svo áttavitastefnu á Dyrhamar og plampa niður Virkisjökulsleið.
*Svo birti til og allir urðu ánægðir.

Ég held að sá sem var að gæda sé vanur náungi með leiðsögumannadiploma. Hann var allavegana pollrólegur þegar ég heyrði í honum þegar þau voru þarna. Held að þeir sem voru óreyndari í hópnum hafi ekkert sérstaklega verið að fíla whiteout aðstæður og frost og eitthvað hark í kringum sprungur.

Ég rakst á myndir frá þessu á Facebook: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150870305097360.442433.740957359&type=1
Myndasíða á FB
Bestu kveðjur
Halldór

PS. Það getur svo vel verið að helmingurinn að ofanrituðu sé vitleysa í mér og hinn helmingurinn rugl.
Það hringdi svo í mig áðan einhver gúbbi af Mogganum sem var að glugga í þetta sem er verið að skrifa hérna á vefinn. Hann var að leita að manninum sem var hringt í og svo þeim sem hringdi. Líklega kemur fréttin svo á morgun í blöðunum og þá liggur þetta vonandi allt ljóst fyrir.