Re: Re: Ævintýri í Óríon – framhald

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ævintýri í Óríon Re: Re: Ævintýri í Óríon – framhald

#57238

Takk fyrir að deila sögunni Skabbi. Mér finnst þetta vera mjög vel leyst, sem sagt að nota reveso á guide-mode. Ýmsir punktar í þessari frásögn sem menn geta lært af.

Það er nú þannig að flest óhöpp og vesen verða við sig frekar en klifrið sjálft. Svo ég held að það sé einmitt góður punktur að labba niður frekar en að síga ef það er á annað borð mögulegt.