Re: Re: Aðstæður í hlíðarfjalli

Home Forums Umræður Skíði og bretti Aðstæður í hlíðarfjalli Re: Re: Aðstæður í hlíðarfjalli

#56170
3110755439
Member

Er ekki almennt regla að vera ekki í brekkum þar sem maður er búinn að meta að snjóflóð geti fallið?

Annars finnst mér þetta bara fínt hjá Veðurstofunni. Það eru margir þarna úti sem hafa ekki lagst í menntunina að meta snjó og velja leiðir. Þá er betra að þeir sleppi því bara að ferðast í þessa daga.

Venjulegir göngu/skíða fjallamenn lenda lítið í þessu og þeir sem hafa lent í þessu hafa hugsað eftir á að þeir hefðu átt að fara aðrar leiðir og/eða skoðað veðuraðstæður síðastliðna daga.

Sleðamenn eru áhættuhópur númer 1,2 og 3 þegar kemur að ofanflóðum ásamt því að þó nokkrir þeirra eru ekki með þrenninguna og hausinn í för þegar kemur að snjóflóðum (þetta á að vísu við aðra fjallamenn líka).

Það að kunna að moka einstakling upp kemur ekki í staðinn fyrir þekkinguna að lenda ekki í snjóflóði (slys gerast JHR) :D

Sjálfsagt framtak hjá þeim!

kv
Dóri