Re: Re: Aðgengi að Spora

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Aðgengi að Spora Re: Re: Aðgengi að Spora

#57953
1811843029
Member

Hæhæ

Ég ætla að setja mig í samband við ábúendur á bænum og ræða málið. Þá vonandi fæ ég að heyra beint frá þeim hvernig þau vilja hafa þetta þannig að allir geti lifað í sátt og samlyndi. í framhaldinu kynnum við það svo hér á vefnum.

En annars er líka ágætt að minna á að Isalp er sameiginlegur málsvari okkar fjallafólks. Þegar svona mál koma upp er mjög sniðugt að hafa samband við eitthvern í stjórninni og þá getur stjórnin mögulega miðlað málum og komið ábendingnum til félaga klúbbsins. Það er mikið betra heldur en að hver og einn klifrari sé að basla í svona málum uppá eigin spýtur, það getur búið til mikla kergju hjá t.d landeigendum að þurfa að skýra sín mál marg oft og fyrir nýju fólki í hvert sinn.

Munum að kurteisi og virðing er lykilatriði í umgengni við landeigendur!

Kveðja,

Atli Páls.
Formaður Isalp