Re: Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka

Home Forums Umræður Almennt Er ekki komið nóg? Re: Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka

#50343
Skabbi
Participant

Sælir

Já, þetta eru heldur dapurleg tíðindi verð ég að segja, enn eitt júmbó-álverið og það í næsta nágrenni við helstu náttúruperlur norðurlands. Ég á bágt með að trúa því að allir leiðsögumennirnir og aðrir sem tengjast ferðaþjónustu innan Ísalp ætli að láta þetta ganga yfir sig þegjandi og möglunarlaust. Ég viðurkenni reyndar vel að maður finnur til vanmáttar síns eftur framgöngu stjórnvalda í þessum málum undanfarin ár og endalausan stóryðjuáróðurinn og hagvaxtarfylleríið en það þýðir ekki að við höfum ekkert til málanna að leggja.
Ef þetta álver verður byggt fyrir norðan næsta víst að fyrirhugaðar gufuaflsvirkjanir duga ekki til að knýja verksmiðju af þessari stærðargráðu. Að sjálfsögðu segja stjórnvöld okkur að þau hafið lofað ALCOA að afla orku og hún verður fengin með vatnsafli í staðin. Næstu virkjunarkostir eru í Skjálfandafljóti, þar sem vatn yrði tekið af Aldeyjarfossi og Hrafnabjargarfossum og Jökulsá á Fjöllum, þar sem vatni yrði veitt framhjá Dettifossi. Ég er hræddur um að ferðamannastraumurinn um Norðurland yrði e-ð minni í kjölfarið.

Að lokum væri forvitnilegt að heyra e-ð frá stjórn Ísalp um þeirra skoðun á þessu máli.

Skabbi