Re: lifibrauð okkar allra

Home Forums Umræður Almennt Hálendisgangan kl: 17.00 Re: lifibrauð okkar allra

#47777
Jón Haukur
Participant

Athyglisvert að fá sjónarmið Austfirðinga inn í umræðuna, það sem er jafnvel enn athyglisverðara fyrir Kalla ferðabónda og fleiri glóbal þenkjandi Lendinga er þessi gistináttaskattur sem hinn armurinn á reddingaflokki austursins er að fara að setja á til þess að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum. Á meðan fær álverið hvers kyns ívilnanir í formi niðurfellinga á fasteignasköttum og öðrum eðlilegum gjöldum. (Kannski verður borgaður gistináttaskattur af kampinum upp frá og Reyðarfirði?). Sama á reyndar við um virkjunina því ákaflega fátæklegir skattar eru borgaðir af þeim rekstri sem er jú ein forsenda fyrir meintum arðsemisreikningum. Það væri fróðlegt ef ferðaþjónustubóndinn kæmi nú með nokkrar staðtölur um VIRÐISAUKA í ferðaþjónustu miðað við þundaiðnað á landinu. Því það er jú það sem verður eftir í buddunni sem er heila málið, allt annað er bara volgra í skónum sem síðan kólnar.

Það er gott og blessað að virkja og það á að halda því áfram, en þá skulum við vera vissir um að við berum eitthvað úr býtum annað en tímabunda þenslu og ofurvexti meðan á því stendur. Þannig á eðlilegur kapítalismi að virka, allt annað er fyrirgreisla og forsjárhyggja sem hefur sýnt sig að skila takmörkuðum árangri.

kveðja úr Reykvískri rigningu Ragnar Reykás…