Re: Hvítasunnuhelgin

Home Forums Umræður Almennt Hver gleymdi…? Re: Hvítasunnuhelgin

#55448
Skabbi
Participant

Breyti hér með nafni þráðarins. Eigandi Bláa Nagensins verður bara að sætta sig við það.

Helginni eyddi ég að fornum sið á Hnappavöllum. Þar var að venju margt um manninn, börn, gamalmenni og allt þar á milli. Klifurveður með besta móti alla helgina, þurt og stillt framanaf en bjart og hvasst undir lokin.

Saknaði reyndar drykkjulátanna sem eitt sinn einkenndu þessa helgi, en tímarnir breytast víst og mennirnir með.

Allez!

Skabbi