Re: Hrútsfjall

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Klifurræktin Re: Hrútsfjall

#50451
Sissi
Moderator

…var eðal. Steppo, Helgi og Hálfdán voru meðklifursveinar mínir um helgina. Við röltum inn Svínafellsjökul við komu austur, seint á föstudagskveld eins og oft vill verða í Öræfaferðum.

Bendi á að klósettið í Skaftafelli er opið og heitt, þrátt fyrir skort á raflýsingu, og er ákjósanlegt skjól til smurnings og græjunar.

Bívökuðum í 2-3 tíma við Hrútsfjall og hittum Arnar Kópavogsskáta og félaga í morgunkaffinu, í sömu erindagjörðum.

Klifruðum hryggjaleiðina, fórum fínan ísfoss inni í skálinni innst í gilinu frá Svínafellsjökli, lengst til hægri. Haftið upp úr efra gilinu var í mjög góðum aðstæðum, harður snjór/ís. Hlíðarnar grjótharðar og í príma aðstæðum. Þurftum ekkert að spanna. Niður Hafrafell. Klassa dagur.

Snjór talsvert minni en hvítasunnuna 2002, myndi drífa mig í þetta ef menn eru heitir.

Það er slatti af ís í hinum línunum upp úr stóru snjóbrekkunni (er feita í miðjunni ekki Scott og mjóa næst fallinu Postulín?) en hann er sjálfsagt þokkalega sólbakaður og harður.

Skarðsheiði
Skessuhorn (NV) var mjög tómlegt um síðustu helgi, en sjálfsagt eitthvað í Heiðarhorni, Freysi sá línu sem hann taldi heita Sóley.

Við Steppo munum svo henda myndum á askinn við tækifæri.

Góðar (klifur)stundir,
Sissi