Re: Breyttur opnunartími í Hlíðarfjalli

Home Forums Umræður Almennt Styttur opnunartími skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins Re: Breyttur opnunartími í Hlíðarfjalli

#53648
0902703629
Member

Hér fyrir norðan er ekkert nema endalaus sæla, hvítir tindar og hver púðurdagurinn á fætur öðrum. Aðstæður til utanbrautarskíðunar eru með allra besta móti og ástæða til að mæta með hjálm, ýli og stöng ef….

En því miður, við búum við sama ástand og aðrir Íslendingar, skíðasvæðið er lokað á þriðjudögum í vetur og …. skoðið vefmyndavélina í Hlíðarfjalli NÚNA 4 m/sek, -1,8 og ekkert nema hvítur snjórinn og rennilegar brekkur. OG ÞAÐ ER ÞRIÐJUDAGUR!

Ekkert annað í stöðunni en að skella undir sig plönkunum, tölta af stað á tveimur jafnfljótum og vona að með hækkandi sól verði ákvörðunin um lokun á þriðjudögum endurskoðuð.