Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2017-18 Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18

#64453
Halldór Fannar
Participant

Fór í dag í vestur Esju með Jon Lander, 55 Norður nánar tiltekið. Klifruðum “orginalinn” eins og hann er kallaður hér. Þetta var svolítið blautt á köflum en okkur tókst að þræða framhjá því að mestu hluta. Ég tók nokkur höft sem voru kertuð og það hélt allt saman (eftir svolitla hreinsun). Læt fylgja með mynd af aðstæðum – ég sé fyrir mér að þetta verði spikfeitt í lok desember ef frostið heldur áfram.

Við sigum svo niður úr akkerinu í Óliver loðflís eins og mælt er með. Ég læt fylgja með mynd af akkerinu, það tók mig svolítinn tíma að finna það. Spurning um að bæta þessu við 55 Norður sectorinn. Það var engin keðja, hringur eða linkur á akkerinu en þar var þó læst karabína sem við baktryggðum við fyrsta sig. Ég ætla að kaupa “quicklinks” næst þegar ég er ytra og hafa þá bara með mér til að bæta úr svona uppsetningu þegar ég rekst á hana – er það ekki bara sniðugt? Reyndar framleiða Metolius sérstaka ‘rap hangar’ týpu sem má setja reipi beint í en þessir voru frá Petzl sem notaðir voru í Óliver loðflís þannig að það var ekki málið. Ég er reyndar ekki viss um að ‘rap hangars’ séu sniðugir því að fólk þarf að geta þekkt þá frá öðrum til að vita að það sé í lagi að setja reipið beint í þá.