Reply To: Nýjar Leiðir 2016– 2017

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar Leiðir 2016– 2017 Reply To: Nýjar Leiðir 2016– 2017

#63009
AB
Participant

Tvíhleypan

WI3 M4, 300 m. FF: Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, 21. apríl 2017.

Leiðin fylgir áberandi hrygg, sunnan við austurhrygg Skessuhorns. Hryggnum var fylgt að mestu, en leiðin flöktir þó aðeins til að elta góða tryggingarstaði og ís. Undir lokakaflanum, einskonar höfuðvegg, var hliðrað til vinstri (suðurs) í góðan ís sem var klifinn upp á topp.

Mestu erfiðleikar leiðarinnar voru í mixhöftum í fyrstu spönn, þá sérstaklega því fyrsta. Um miðbik leiðar var
falleg spönn með stuttu og bröttu hafti af bláum ís. Talsvert af góðum ís í efri hluta, en óvenju góðar aðstæður voru í Skarðsheiði í frumferðinni.

Klifruð var ein föst spönn í byrjun, þá tvær langar hlaupandi spannir og loks tvær spannir upp lokakaflann, samtals um 300 metrar. Tryggt var með bergtryggingum (hnetur, vinir, fleygar) og skrúfum. Nóg af góðum tryggingum.

Leiðin dregur nafn sitt af atburði sem átti sér stað á þessum slóðum á ofanverðri 19. öld. Bóndi nokkur hafði ráðið kaupamann sem hafði víða verið til vandræða. Leið ekki á löngu þar til kaupamaðurinn gerði sér dælt við eiginkonu bóndans. Bóndinn var alræmdur skapmaður og tók þessu ekki þegjandi, heldur reif fram skotvopn, enska tvíhleypu, og beindi henni að kaupamanninum sem flýði í ofboði út úr bænum, upp í átt að Skessuhorni og bóndinn á eftir. Bóndinn mun fljótlega hafa dregið á kaupamanninn og náði honum loks þar sem nú heitir Kaupamannsgröf. Liggur sá staður ekki fjarri upphafi klifurleiðarinnar.

Myndir: myndir úr ferð