Reply To: (Icelandic) ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

Home Forums Umræður Almennt (Icelandic) ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman Reply To: (Icelandic) ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

#61889
Freyr Ingi
Participant

Heilbrigð umræða um málið virðist vera farin af stað.
Ég tek undir það að fundur til kynningar fyrir félaga um miðjan júlí er ekki vænlegur kostur og seinni tillagan um fund eftir verslunarmannahelgi er því mun betri kostur.
Er það þá ekki slegið?
Reikna með að stjórn boði á fundinn með formlegum hætti hvenær sem hann svo verður.

Þetta mál er ekki ósvipað Tindfjallaskálamálinu þar sem ég, þáverandi formaður, lagði fram tillögu um að koma skálanum yfir á FÍ. Lítill áhugi hafði þá verið fyrir Tindfjallaskála um nokkurn tíma og hann að niðurlotum kominn vegna
viðhaldsleysis. Í kjölfarið fór af stað atburðarrás keimlík þessarri sem endaði á því að hópur fólks tók verkefnið að sér. Sótti skálann, endursmíðaði og kom honum svo aftur á sinn stað í Tindfjöllum þar sem af honum er sómi.

Manni finnst svona eins og það ætti í það minnsta að halda þennan kynningarfund, fá öll spilin borðið.
Fréttatilkynning um málið kom svona þónokkuð flatt upp á mann.

Að því sögðu þá get ég vel sett mig í spor þeirra sem eru stjórnarmegin við borðið og hafa unnið í þessu máli sem fáir hafa sýnt áhuga fyrr en á þessum tímapunkti. Það kostar þolinmæði.
En eigum við ekki að sjá hvað kemur út úr þessum kynningarfundi og tala saman. Það liggur varla svo mikið á að skrifa undir samninginn er það?

Freyr Ingi