Reply To: Nýjar Leiðir 2015 – 2016

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar Leiðir 2015 – 2016 Reply To: Nýjar Leiðir 2015 – 2016

#60186
Siggi Tommi
Participant

Jæja, komið frost aftur og því tímabært að públisera þessari frétt.
Var ekki alveg að gera sig að tilkynna þetta í hlákunni um daginn… 🙂
==========================
Stóra þakið í Brynjudal var loksins sigrað mánudaginn 18. janúar 2016.
Úr varð leiðin “Svartur á leik” og fær bráðabirgðagráðuna M10 (gæti verið M9 eða M9+).

Stórhuga ísklifrarar hafa horft með aðdáun upp þetta ferlíki lengi án þess að menn hafi gert sig líklega til að aðhafast nokkuð í málinu.
Í mars 2015 brá undirritaður sér með Róberti Halldórssyni og Matteo Meucci á svæðið til að skoða dýrið og járna það kannski aðeins.
Úr varð að Robbi seig einn niður mitt þakið í afleitu veðri og boraði sig einhvern veginn niður að ísþilinu undir þakinu.
Á meðan vorum við Matteo að máta okkur við aðra leið aðeins austar (og var hún járnuð líka þann daginn en ekki kláruð).

Hér gefur að líta myndaannál um smíði og rauðpunktun leiðarinnar.

Nafn: Svartur á leik
Gráða: M10 (óstaðfest)
Staðsetning: í stóra þakinu vinstra megin við Nálaraugað ofan við skógræktina í Brynjudal.
Fyrst farin: 18. janúar 2016. Róbert Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson
Ítrarlegra info um leiðina í skráningu leiða hér á isalp.is

Mynd: Robbi í kröppum dansi í slúttinu í “Svartur á leik”

  • This reply was modified 8 years, 2 months ago by Siggi Tommi.
Attachments: