Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2015-2016 Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

#59334
Siggi Tommi
Participant

Gleymdi víst að setja inn myndir frá Brynjudalnum í síðustu viku (22. des).
Býst ekki við að þessi stutti hlákusprettur hafi breytt miklu um aðstæður þar.
Gaddurinn yfir jóladagana sennilega frekar bætt í frekar en hitt.

1. mynd: Séð yfir Nálaraugað, Snata og co.
2. mynd: Ýringur. Þunnur neðst en stóra haftið og höftin uppi í góðum gír.
3. mynd: Ofan skógræktarinnar. Allt í bullandi þar. Pilsnerinn er stóri pillarinn, sem við klifruðum 22. des í skemmtilegum (en snúnum) aðstæðum.
4. mynd: Pilsnerinn (WI5) er pillarinn til vinstri. Kópavogsleiðin er heldur þunn í kverkinni fyrir miðri mynd. Porter og Stout síðan þunnar til hægri. Ófarinn speni með mixbyrjun svo til hægri.

  • This reply was modified 8 years, 3 months ago by Siggi Tommi.