Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Nýjar Leiðir 2015 – 2016 › Reply To: Nýjar Leiðir 2015 – 2016
Við Ottó og Haukur fórum þrönga rennu í Búahömrum, kannski 200m vestan við Tvíburagil. Þetta er á að giska 30m inni í þröngum skorsteini (um 1,5m á breidd) og svo annað eins upp snjóbrekku til að gera stans (með vinum þetta skiptið). Efri hlutinn af skorsteininum var vel brattur og frekar tæknilegt klifur, en ísinn var frekar slappur. Veggirnir í skorsteininum voru heldur lokaðir og ekki hlaupið að því að tryggja þetta með dóti, en viðurkenni að ég spáði ekkert allt of mikið í það þar sem ég var að elta.
Fann í fljótu bragði ekkert um þessa línu en í ljósi þess hvar hún er finnst mér samt líklegt að þetta hafi einhverntíman verið farið. Set þetta því hér inn með heldur meiri fyrirvörum en venjulega. Ef enginn kannast við þetta þá skrái ég leiðina í gagnagrunninn.
Nálarraufin WI4+ 60m
Hálf línulengd í þröngum skorsteini sem býður upp á skemmtilegt og tæknilegt klifur, getur verið tortryggt. Annað eins upp snjóbrekku í steina sem hægt er að byggja akkeri í.
FF.: Ottó Ingi Þórisson, Haukur Már Sveinsson og Árni Stefán Haldorsen, 13. des 2015
Nb. myndin lætur þetta líta talsvert þægilegra út en það er, efri helmingurinn af skorsteininum er alveg lóðréttur (en hægt að stemma eitthvað)
- This reply was modified 8 years, 10 months ago by Arni Stefan.