Home › Forums › Umræður › Keypt & selt › Til sölu: Ísaxir og fylgihlutir › Re: Til Eiríks..
16. January, 2006 at 22:36
#50190

Participant
Þetta er farið að minna á fórnirnar sem Kristján Eldjárn færði vegna háskólagöngunnar…
Ég fargaði hryssu á hausti sem leið,
hún var hnarreist og gljáandi skjótt;
ég hafði átt fjölmarga ferlega reið,
á þeim farkosti er dimmdi af nótt;
ég vissi engan betri né blíðari vin
eða brjóst með svo óskeikult þor;
ég elskaði Skjónu og allt hennar kyn,
sem í afdölum fellur úr hor.
Svo hélt ég til Víkur í Háskólann minn,
þar sem hámenning þjóðanna sat,
og klöngraðist hingað í kjallarann inn,
fékk mér kaffi og pantaði mat.
Hann kom – en ég þagði og átti ekki orð,
þegar ungfrúin rétti mér krás,
því þar var hún Skjóna mín borin á borð,
Ýmist buff eða steik eða glás.