Re: svar: Hakkarar hrella

Home Forums Umræður Almennt Hakkarar hrella Re: svar: Hakkarar hrella

#50939
Anonymous
Inactive

Já finnst ykkur þetta frekar rislítið nafn!!? Má vera að svo sé en nafnið fékk þessi leið þegar undirritaður var í forsvari fyrir saklausri ísklifurferð á vegum Ísalp og dró á eftir sér reynda og óreynda ísalp klifrara í fyrstu (og sennilega einu) uppferð. Þegar klifrarar voru komnir tæplega hálfa leið upp gerði algerlega dýrvitlaust veður(whiteout) og snjór hrundi í stórum stíl niður á klifrarana. Upp komust þrír en tveir sigu niður úr leiðinni minnir mig. Þegar upp úr leiðinni var komið þurftum við að hliðra um 150 metra á syllu fyrir ofan leiðina til að komast út úr leiðinni þar sem hún endar(fyrir þá daga sem menn bara sigu til baka í V-þræðingu). Þegar við komumst í bæinn var búið að kalla út björgunarsveitir og verið að aðstoða fólk í vandræðum vegna veðurhamsins. Þar sem þetta var saklaus Ísalp ferð var ákveðið að kalla þetta Ísalp leiðina. Svo mörg voru þau orð.
Ath! Það er vel hugsanlegt að þið hafið hætt á sama stað og við en eftir var ein spönn af berum klettum þar sem aldrei festir á ís.

Klifurkveðjur Olli