Bjartur Týr

Svör sem þú hefur skrifað

13 umræða - 1 til 13 (af 13)
 • Höfundur
  Svör
 • in reply to: Ísklifuraðstæður 2019-2020 #69450
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Fór með Matteo í Múlafjall í gær. Aðstæður enn með mjög góðu móti, svoldið af snjó sem hefur safnast efst í leiðunum sem gerir top-outið smá brösugt. Klifruðum fjórar línur milli leiða í Kötlugróf.

  in reply to: Ísklifuraðstæður 2019-2020 #68556
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Fór í gær bíltúr inn í Hvalfjörð. Eilífsdalur virðist vera í fínum málum. Leiðirnar sem snúa suður í Brynjudal þurfa líklega aðeins meiri tíma en það var slatti af ís í Flugugili og Ýringi. Í Múlafjalli var allt í blóma. Klifruðum Rísanda sem var ljómandi skemmtilegur. Testofan var kjaftfull af ís og meira að segja Íste náði næstum alla leið niður.

  Fór síðan í Búahamra í dag og þar er einnig nóg af ís. Klifruðum 55 gráður og gengum svo niður Tvíburagil þar sem báðir Tvíburafossar náðu alla leið niður í jörð.

  Príma aðstæður þessa dagana, allir út að klifra!

  in reply to: Ísklifuraðstæður 2019-2020 #68523
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Fór á föstudaginn með Gumma inn í Brynjudal. Höfðum hugsað okkur að klifra í kringum Skóræktina en okkur fannst leiðirar þar þurfa aðeins meiri tíma. Fórum þess í stað í leiðirnar ‘Sunnan til í dalnum’ sem virkuðu feitari. Klifruðum Óla og Stubb en Pétur náði ekki alla leið niður. Ljómandi fínar leiðir á fáförnu svæði. Er búinn að uppfæra upplýsingarnar um leiðirnar hér á síðunni svo vonandi fá þær fleiri heimsóknir í vetur.

  in reply to: Ísklifuraðstæður 2019-2020 #68301
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Við þetta má bæta að á föstudaginn keyrði ég sunnanverða Vestfirðina til Reykjavíkur og þar var slatti af ís farinn að myndast. Meira að segja Dynandi var frosinn að stórum hluta.

  Hafði líka augun opin í Bröttubrekku og þar virstust Single Malt leiðirnar vera að detta inn.

  in reply to: Ísklifuraðstæður 2017-18 #65775
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Fór með Matteo í Ýring í Brynjudal í dag. Fínar aðstæður þar. Neðstu höftin voru örlítið blaut og brattasta haftið var nokkuð kertað.

  Sáum líka slatta af ís inn í Eilífsdal og Hrútadal.

  in reply to: Ísklifuraðstæður 2017-18 #65770
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Fór með Jóni Gauta í Skarðsheiðina í dag. Flottar aðstæður þar núna. Glerhart færi og tilturlega auðvelt að keyra inn undir Skarðshorn. Fórum Skessuþrep sem var í skemmtilegum aðstæðum. Dálítið þunnt í seinustu höftin þó. Læt fylgja myndir af Skessuhorni og Skarðshorni.

  in reply to: Ísklifurfestival 2018 Skráning #65008
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Bjartur Týr Ólafsson. Gisting fimmtudag til sunnudags. Kvöldmatur föstudag og laugardag.

  in reply to: Ísklifuraðstæður 2017-18 #63899
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Fór í Múlafjall í dag með Matteo og Jóni Gauta. Príma aðstæður þar. Fórum í Hlaðhamra og klifruðum þrjár línur sem ekki finnast neinar upplýsingar um. Gáfum þeim nöfnin Lundi WI4+, Músarindill WI4 og Fálki WI3+. Ísinn frekar stökkur en feiki nóg af honum til að koma fyrir skrúfum.

  in reply to: Ísklifurfestival 2017 Skráning #62432
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Ég mæti í helgarpakkann

  in reply to: Ísklifuraðstæður 2016-2017 #62122
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Fór með Matteo í dag í Múlafjall og þar var komið nokkuð magn af ís. Komum ekki fyrir neinum skrúfum en ísinn var farinn að fela einhverja bolta. Klifruðum Fimm í fötu og Helga. Myndin er af Íste

  • This reply was modified 3 years, 11 months síðan by Bjartur TýrBjartur Týr.
  in reply to: Skráning á Ísklifurfestival #60872
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Mæti. Tek svefnpokapláss og allan mat.

  in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #59691
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Það var ekki fært inn eftir línuveginum fyrir Land Roverinn sem við vorum á. Stoppuðum strax við hlið á afleggjaranum og gengum þaðan. Gangan var rúmir tveir tímar í frekar leiðinlegu færi, hörðum snjó sem brotnaði í sífellu undan okkur. Hef satt að segja ekki nægilegt vit á fjallaskíðum til að geta mælt með því eða á móti því að fara þetta á skíðum.

  in reply to: Ísklifuraðstæður 2015-2016 #59679
  Bjartur TýrBjartur Týr
  Keymaster

  Fór á Skessuhornið á fimmtudaginn. Lítill sem enginn ís í norðurveggnum. Fórum línu vinstra meginn á myndinni hér að neðan sem liggur upp á miðjan hrygginn (Líklega var þetta leiðin Skesskorn). Áttum í erfiðleikum með að finna tryggingar svo við enduðum á því að hliðra út á hrygginn í seinasta haftinu. Snjórinn í hryggnum var harður og mjög auðveldur til klifurs en illtryggjanlegur.

  • This reply was modified 4 years, 9 months síðan by Bjartur TýrBjartur Týr.
  Attachments:
13 umræða - 1 til 13 (af 13)