Re: svar: lausn: enga bolta í Stardal!

Home Umræður Umræður Klettaklifur Eftir fund Re: svar: lausn: enga bolta í Stardal!

#48880
AB
Participant

Olli þú leggur öðrum orð í munn. Enginn á fundinum sagði að dótaklifur væri ,,eina og besta leiðin til að upplifa klifur…“. Þó einhver lýsi yfir ástríðu sinni og hrifningu á dótaklifri er ekki þar með sagt að sá hinn sami líti niður á aðra klifrara, auk þess sem flestir á fundinum, ég þar meðtalinn, klippa líka í bolta og hafa gaman af.
Ef menn eru í vörn þá upplifa þeir oft eðlilegar röksemdafærslur sem hroka. Það er ekki hroki að hafa sannfæringu og fylgja henni.

Kveðja,
AB

P.s. Ég skilgreini mig hvorki sem dóta- eða sportklifrara. Stunda bæði. Skilgreiningar eru leiðinlegar. Klifur er skemmtilegt.