Re: svar: Ís-helgin-aðstæður

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ís-helgin-aðstæður Re: svar: Ís-helgin-aðstæður

#53277
Siggi Tommi
Participant

Jájá.

Fór við fimmta mann í Eilífsdal í bítið í gær.
Voru þar á ferð undirritaður, Gunni Magg, Marianne sportrotta frá Niðurlöndum, Gummi hinn hávaxni og Arnar hinn ekki-jafn-hávaxni.
Aðstæður uppfrá voru hressandi. Nóg af ís en fossarnir eru enn að loka sér, slatti af tjöldum og regnhlífum svo það þarf aðeins að þræða framhjá því vafasamasta. Ég, Gunni og Marianne fórum mið- og hægri Tjaldsúlurnar og var sú hægri sérstaklega tær f***ings snilld. Gummi og Arnar fóru í vinstri Súluna og var hún vel fær hægra megin.
Einfarinn var þunnur en fínn niðri. Efri spönnin upp vinstri var mjög úfin en eflaust gerleg. Sá ekki inn í hornið þar sem orginallinn liggur. Gummi og Arnar voru að hnoðast þarna svo þeir geta gefið betra rapport um það.
Þilið náði saman og ég myndi giska á að það sé svipað og var þegar ég fór þar í byrjun des í fyrra (fórum ekki alveg að því). Sjá http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Ili8Des2007#

Frost var með afbrigðum mikið fram eftir degi (12-15°C frost) og ísinn óheyrilega harður en mýktist aðeins þegar leið á daginn og hitaskilin nálguðust landið.

Lentum náttúrulega í að villast á slóðanum niðureftir og fórum örugglega 5 sinnum af leið en höfðum okkur þó niður að lokum.

Þrír voru með stórar myndavélar í túrnum svo það ættu að detta inn myndir af Dalnum á næstu dögum…

Siggi með kaldofa á hægri stórutá… :)