Re: svar: Dagskrá Telemarkhelgarinnar 2005

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Dagskrá Telemarkhelgarinnar 2005 Re: svar: Dagskrá Telemarkhelgarinnar 2005

#49538
0704685149
Meðlimur

Vegna aðstæðna og þjöppun á dagskrá var hætt við strýtu-svigkeppnina.

Þar sem stökkkeppnin er færð, fram á laugardag líka, þá var þetta tekið út þar sem við komum þessu ekki öllu til leiðar á einum degi.

Einnig það að ég hef skíðað svo lítið í vetur að ég hef líklega ekki þrek í að keppa nema í einni grein.
Er alltaf að reyna að vinna eitthvað, alveg sama hvað ég reyni að hagræða tímatökum og raða líklegum keppendum, sem ég gæti unnið á móti mér.
Allt kemur fyrir ekki…haldið að það sé gaman að þurfa umgangast Böbba, sem er alltaf með sama sönginn… .. Mannstu þegar ég vann í þessu og hinu?…“

Einnig að skíðasvæðin eru ekki lengur opin til 22:00 eins og var fyrir 2 árum á föstudagskvöldum spilar auðvita líka inn í.

Flestir voru að taka þátt í samhliðasviginu og stökkinu.
En maður veit aldrei hvað gerist næsta ár, fer allt efitr tíma, opnunartíma, snjóalögum og fleira.

En ef það er góð hugmynd af keppnisgrein, ekki liggja á henni heldur koma henni til okkar.

kveðja mótsnefnd

Hlakka til að sjá þig.