Re: svar: Alice!? Who the fuck is Alice?!

Home Umræður Umræður Almennt Ert þú næsta Stella í framboði? Re: svar: Alice!? Who the fuck is Alice?!

#53538

Kæru kammeratar. Ég hef ekki gerst svo frægur að sitja í stjórn Ísalp en ef ykkur hugnast svo þá breytist það á næsta aðalfundi. Ég hef nefnilega ákveðið að bjóða mig fram.

Þar sem maður er nú á leiðinni heim og stefnan tekin á að vera helaktífur í ferða- og fjallabransanum, þá finnst mér tilvalið að skella mér í stjórn og hafa þá eitthvað að segja um það hvernig málin þróast hjá Ísalp.

Fyrir þá sem mig ekki þekkja þá hef ég verið meðlimur í Ísalp um nokkurt skeið, haft kletta- og ísklifur sem aðaláhugamál undanfarin ár og er harðkjarna náttúrusinni.

Fjallamennskuáhuginn er ekki að gera neitt nema ágerast svo það er um að gera að nýta hann og alla umframorkuna í að vinna að framgangi fjallamennskunnar á sem flestum sviðum.

C’yah!

– bh